Kettirnir í hverfinu.

Ég hef legni fíflast með það að þegar að ég verð gömul ætlum við vinkona min að búa tvær saman og eiga haug af köttum og hundum.  Við værum sem sagt skrítnu konurnar í hverfinu.  Núna hed ég að kettirnir í hverfinu séu að undirbúa mig undir þetta líf sem ég hef fíflast með.

Það er lítill kettlingur sem býr hérna á móti mér sem lætur mig ekki í friði, hann reynir allt sem hann getur til að komast inn og þegar hann kemst inn vill hann ekki fara út. Um dsginn var ég að horfa á bíómynd með vinkonu minni og komst greyið litla inn, við ákváðum að leyfa honm að kúr með okkur í sófanum og njóta myndarinnar með okkur og fannst honum það ekki leiðinlegt. Ég lét svo kattargreyið ut þegar ég var að taka mig til fyrir háttinn.

Ég vaknaði aftur upp klukkan 2 við það að eitthvað var að klora í táslurnar mínar og stkk því fram úr. Í rúminu minu lá feitasti köttur sem ég hef nokkurntíman séð og horfði á mig, þá var ég ekki kát og ætlaði að kasta honum öfugum út. Kötturinn hefur fundið þetta á sér svo hann stökk fram og faldi sig. Það tók mig góðan tíma að ná honum út og svo gat ég ekki hugsað mér að skríða aftur upp í flórbælið svo ég fór að skipta um á rúminu. Þó svo að ég se mikill dýravinur er ég ekki hrifin af að fá ókunnuga ketti upp í rúmið mitt.

Það skrítna við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessu fra´því að ég flutti hingað og líklega er þetta ekki síðasta skiptið.

Öll ráð eru vel þegin með hvað ég get gert til að  halda köttunum fra mér:)

fat-cat-round

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Þetta er einn aaaakfeitur köttur...

Tómas Ingi Adolfsson, 4.10.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

He he, ég skal sko koma upp í til þín og byrja að hjala. Kannski verður kötturinn hræddur við mig...hver veit

Guðmundur Þór Jónsson, 4.10.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Held að Gummi sé of mikil dama til að fæla í burtu ketti ef karlmenn eru það sem hann óttast...

Tómas Ingi Adolfsson, 4.10.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ohhhh....eins og kettir eru miklar dúllur þá eru þeir líka þvílíkt "pein". Sjálf átti ég tvo ketti en með því að hafa ketti hjá sér þá kalla þeir á fleiri ókunnuga ketti. Síðan fara þessir ókunnuga að gera sig heimakomna, borða matinn frá köttunum þínum, pissa í rúmið og traðka allt sófasettið út í skít......been there, done that!!

Það ráð sem ég á handa þér er að leyfa ALDREI köttum að koma inn, því hinir kettirnir finna lyktina og koma á eftir.

En annars segi ég bara......velkomin aftur á bloggið þitt, hehe.....það er svo langt síðan að þú bloggaðir að ég hélt að þú værir hætt. Gott að "heyra" frá þér.

Miss you my darling**

Berta María Hreinsdóttir, 6.10.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband