4.11.2007 | 12:53
HALLOWEEN
Eins og flestir vita að þá var Halloween á miðvikudaginn og er það uppáhalds hátíðin mín.
Á föstudaginn bauð ég samstarfsfélögum mínum heim í smá partý. ÞAð var ekkert smá gaman og voru allir svo æðislegir að fékk ég afmælisgjöfina mína fyrir fram. Þessi yndi gáfu mér inneigna hjá Iceland air, svo nú er bara að setjast niður og pannta ferð til Horsens næsta sumar... ég er komin með ferðafiðring í magan.
Kolla og Berta ég er á leiðinni til ykkar.
Takk kærlega fyrir mig og sendi ykkur stóra kossa og knús
Ég ætla nu ekki að fara að skrifa meira en set í staðin einhverjar myndir inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2007 | 22:46
Skrítin helgi
Jæja er þá ekki komin tími á nýtt blogg????
Það er búið að vera nóg að gera síðan að ég bloggaði síðast. Brjálað að gera í skólanum og svo auðvitað vinnan, þannig að mér hefur ekki fundist ég hafa neitt að skrifa um.
Þessi helgi var vinnuhelgi hjá mér en ekki nein venjuleg vinnuhelgi. Á laugardagskvöldið fór ég snemma að sofa þar sem ég var að fara að vinna eldsnemma á sunnudaginn en var vakin kl. 23:14 af næturvaktinni. Rafmagnið hafði farið af í Breiðhotinu og voru krakkarnir frekar hræddir. Ég stökk í föt, út í bíl og af stað. Það var svo miki hálka að það tók mig 15 mínútur að komast á ndastöðina í staðin fyrir 9 mínútur. ÞEgar ég kom í vinnuna stóðu allir saman við útidyrahurðina með eitt vasaljós og vel hræddir. Enginn hefði getað farið að sofa venga hræðslu. Við gerðum bara gott úr þessu og höfðum kósý með kerti, piparkökur og gos. Rafmagnið kom svo á eftir um það bil klukkutíma svo ég fór heim þegar allir voru komnir í háttinn.
Í dag fór ég svo aftur að vinna og fórum við með allan hópinn í bíó og var það bara mjög gaman. Á leiðinni heim áttaði ég mig á því að það vanntaði aftur rúðuþurkkuna á bílinn minn. Það hefur sem sagt einhver STOLIÐ þurrkunni af bílnum mínum!!!! Er ekki alveg að skilja afhverju fólk mundi stea rúðuþurrkum af bílum... kanski var mín bara svona rosalega flott. En kæru vinir þetta er Ísland í dag.
Þar til næst.
Sandra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2007 | 11:51
Kettirnir í hverfinu.
Ég hef legni fíflast með það að þegar að ég verð gömul ætlum við vinkona min að búa tvær saman og eiga haug af köttum og hundum. Við værum sem sagt skrítnu konurnar í hverfinu. Núna hed ég að kettirnir í hverfinu séu að undirbúa mig undir þetta líf sem ég hef fíflast með.
Það er lítill kettlingur sem býr hérna á móti mér sem lætur mig ekki í friði, hann reynir allt sem hann getur til að komast inn og þegar hann kemst inn vill hann ekki fara út. Um dsginn var ég að horfa á bíómynd með vinkonu minni og komst greyið litla inn, við ákváðum að leyfa honm að kúr með okkur í sófanum og njóta myndarinnar með okkur og fannst honum það ekki leiðinlegt. Ég lét svo kattargreyið ut þegar ég var að taka mig til fyrir háttinn.
Ég vaknaði aftur upp klukkan 2 við það að eitthvað var að klora í táslurnar mínar og stkk því fram úr. Í rúminu minu lá feitasti köttur sem ég hef nokkurntíman séð og horfði á mig, þá var ég ekki kát og ætlaði að kasta honum öfugum út. Kötturinn hefur fundið þetta á sér svo hann stökk fram og faldi sig. Það tók mig góðan tíma að ná honum út og svo gat ég ekki hugsað mér að skríða aftur upp í flórbælið svo ég fór að skipta um á rúminu. Þó svo að ég se mikill dýravinur er ég ekki hrifin af að fá ókunnuga ketti upp í rúmið mitt.
Það skrítna við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessu fra´því að ég flutti hingað og líklega er þetta ekki síðasta skiptið.
Öll ráð eru vel þegin með hvað ég get gert til að halda köttunum fra mér:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.9.2007 | 18:40
Fíluferð i leikhús
Mér finnst alveg æislega gaman að fara í leikhús en geri það mjög sjaldan þar sem það er dýrt. En í gær hringdi Bergdís vinkona mín i mig og bauð mér að koma með sér að sjá Gretti... FRÍTT ( það gerist ekki betra).
Ég tok mér goðan tíma í að gera mig fína og sæta, og var komin í svo mikinn leikhús fýling að eg var að kafna. Við mættum á góðum tima, fékk mér hvítvínsglas og höfðum við það agalega kósy. Svo var komið að stóru stundinni, sýningin var að byrja.
Við fundum sætin okkar og sýningin byrjaði. Fyrstu 5 mínúturnar virtust æðislegar og var ég komin með fiðrildi í magann. Mér fannst svo gaman að vera að fara að sja sýninguna, en þá gerðist það að hljóðkerfið klikkaði og sýningin var búin.
Ég var ekkert smá svekt og hálf fúl. En við fengum aðra miða og fáum vonandi að sjá restina af sýningunni þá.
Bless í bili,
Sandra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 00:48
Bumbubanarnir
Við fjölskyldan ákváðum að fara í áttak og þar sem við erum mikið keppnisfólk var áttakið gert að keppni. Þetta verður minni útgáfa af The Biggest Loser og erum við 3 og 3 í liði. Við erum núna farin af stað og búin að fara í vigtum og allan þann pakka og nú er bara að fara að púla og passa upp á mataræðið, og ætlar mitt lið að vinna!!!!
Ég var rosalega dugleg og byrjaði í gær morgun. Eg fór í ræktina og tok verulega á svo dagurinn í dag var frekar stirður og er eg alveg að búast við að þannig verði næstu dagar.....svo ef einhver byður sig fram í að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs þá endilega verið í sambandi við mig.
En eins og skáldið sagði ,, beauty is pain", svo ég hlýt að verða svaka skuttla miðað við sársaukann.
Þar til næst, goða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2007 | 23:37
Fyrsta Bloggið mitt
Þá hefur það ótrúlegasta gerst....ég er farin að BLOGGA.
Ég ætla nú ekki að skrifa neitt núna, bara svona rétt á meðan ég er að læra á þetta.
Bless í bili,
Sandra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)