6.9.2007 | 00:48
Bumbubanarnir
Við fjölskyldan ákváðum að fara í áttak og þar sem við erum mikið keppnisfólk var áttakið gert að keppni. Þetta verður minni útgáfa af The Biggest Loser og erum við 3 og 3 í liði. Við erum núna farin af stað og búin að fara í vigtum og allan þann pakka og nú er bara að fara að púla og passa upp á mataræðið, og ætlar mitt lið að vinna!!!!
Ég var rosalega dugleg og byrjaði í gær morgun. Eg fór í ræktina og tok verulega á svo dagurinn í dag var frekar stirður og er eg alveg að búast við að þannig verði næstu dagar.....svo ef einhver byður sig fram í að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs þá endilega verið í sambandi við mig.
En eins og skáldið sagði ,, beauty is pain", svo ég hlýt að verða svaka skuttla miðað við sársaukann.
Þar til næst, goða nótt.
Athugasemdir
Þú ert alltaf svaka skutla Sandra mín:)
Gangi þér vel
Kolbrún Jónsdóttir, 6.9.2007 kl. 20:56
Takk fyrir það Kolla mín. Hvenær ætlar þú svo að koma og púla aðeins með mér?
Sandra, 6.9.2007 kl. 23:34
Elsku Sandra mín.....ég myndi nú ekki mana Kollu upp í keppni, það endar bara á einn hátt....hún vinnur...hún vinnur allar keppnir, múhahaha
Ég veit ekki alveg hvað þú ætlar að taka af þér flotta stelpa, en gangi þér vel
Saknaðarkveðjur,
Berta
Berta María Hreinsdóttir, 8.9.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.