10.9.2007 | 18:40
Fíluferð i leikhús
Mér finnst alveg æislega gaman að fara í leikhús en geri það mjög sjaldan þar sem það er dýrt. En í gær hringdi Bergdís vinkona mín i mig og bauð mér að koma með sér að sjá Gretti... FRÍTT ( það gerist ekki betra).
Ég tok mér goðan tíma í að gera mig fína og sæta, og var komin í svo mikinn leikhús fýling að eg var að kafna. Við mættum á góðum tima, fékk mér hvítvínsglas og höfðum við það agalega kósy. Svo var komið að stóru stundinni, sýningin var að byrja.
Við fundum sætin okkar og sýningin byrjaði. Fyrstu 5 mínúturnar virtust æðislegar og var ég komin með fiðrildi í magann. Mér fannst svo gaman að vera að fara að sja sýninguna, en þá gerðist það að hljóðkerfið klikkaði og sýningin var búin.
Ég var ekkert smá svekt og hálf fúl. En við fengum aðra miða og fáum vonandi að sjá restina af sýningunni þá.
Bless í bili,
Sandra
Athugasemdir
Það er þvílíkt súrt að lenda í svona. Þetta hefur reyndar bara komið fyrir mig í bíói en samt súrt...
Tómas Ingi Adolfsson, 12.9.2007 kl. 22:01
Ómægod........frekar pirrandi!! Ég skil svo vel spennuna í þér að fara í leikhús, gera sit sæta og fína og setja sig í gírinn. Frekar svekkjandi að lenda svo í svona
Berta María Hreinsdóttir, 13.9.2007 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.