28.10.2007 | 22:46
Skrítin helgi
Jæja er þá ekki komin tími á nýtt blogg????
Það er búið að vera nóg að gera síðan að ég bloggaði síðast. Brjálað að gera í skólanum og svo auðvitað vinnan, þannig að mér hefur ekki fundist ég hafa neitt að skrifa um.
Þessi helgi var vinnuhelgi hjá mér en ekki nein venjuleg vinnuhelgi. Á laugardagskvöldið fór ég snemma að sofa þar sem ég var að fara að vinna eldsnemma á sunnudaginn en var vakin kl. 23:14 af næturvaktinni. Rafmagnið hafði farið af í Breiðhotinu og voru krakkarnir frekar hræddir. Ég stökk í föt, út í bíl og af stað. Það var svo miki hálka að það tók mig 15 mínútur að komast á ndastöðina í staðin fyrir 9 mínútur. ÞEgar ég kom í vinnuna stóðu allir saman við útidyrahurðina með eitt vasaljós og vel hræddir. Enginn hefði getað farið að sofa venga hræðslu. Við gerðum bara gott úr þessu og höfðum kósý með kerti, piparkökur og gos. Rafmagnið kom svo á eftir um það bil klukkutíma svo ég fór heim þegar allir voru komnir í háttinn.
Í dag fór ég svo aftur að vinna og fórum við með allan hópinn í bíó og var það bara mjög gaman. Á leiðinni heim áttaði ég mig á því að það vanntaði aftur rúðuþurkkuna á bílinn minn. Það hefur sem sagt einhver STOLIÐ þurrkunni af bílnum mínum!!!! Er ekki alveg að skilja afhverju fólk mundi stea rúðuþurrkum af bílum... kanski var mín bara svona rosalega flott. En kæru vinir þetta er Ísland í dag.
Þar til næst.
Sandra
Athugasemdir
Hæ babe. Já, takk fyrir kósý-ið...þetta var GAMAN!! En leiðinlegt með aftur rúðuþurkkuna...what´s wrong with the júniverse(hvernig sem þetta er skrifað á ensku). En þessi stuldur er búinn að vera faraldur í lengri tíma og sömuleiðis með loftnetin....TRÚÐU MÉR. Eigir þú góða vinnuviku. Love ya.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.10.2007 kl. 23:43
Jeminn hvað þið hafið haft það kósý..sé ykkur Gumma alveg fyrir mér með krakkana, enda yndisleg bæði tvö:)
Ég er bara ekki alveg að trúa því að fólk steli rúðuþurrkum og loftnetum.....ætli þjófarnir séu í keppni um "uppátækjasamasta stuldinn! hehehe:)
Knús til þín Sandra mín og vonandi sjáumst við næsta sumar.....skilaðu kveðju í Bergið frá mér**
Berta María Hreinsdóttir, 29.10.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.